Fréttir

Jafnt í Garðinum þegar Húnvetningar heimsóttu Víðismenn

Lið Kormáks/Hvatar mætti Víði í hvassviðrinu í Garði í gærdag í 19. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn þurftu á sigri að halda til að halda sér fjarri fallsæti í deildinni en með sigri hefðu gestirnir komið sér rækilega fyrir í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Það fór svo að liðin skildu jöfn, lokatölur 1-1.
Meira

Spicy vodka pasta og brownies | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 18 er Skagfirðingurinn Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir sem nú er búsett í Grafarvogi. Hrafnhildur er í sambúð með Birki Frey Gunnarssyni frá Skagaströnd og starfar Hrafnhildur sem iðjuþjálfi á Reykjalundi í Mosfellsbæ en Birkir er háseti á frystitogara.
Meira

Rabb-a-babb 238: Sigga í Víðidalstungu

Það er Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu sem svarar Rabbinu að þessu sinni. Hún er fædd árið 1982 og er einhleyp. Sigga er dóttir Ólafs og Brynhildar í Víðidalstungu og alin þar upp og telst vera hálfur Húnvetningur og hálfur Borgfirðingur. Hún er M.Sc í búvísindum en starfar sem sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Meira

„Til eru lausnir ef takast má að taka þeim vágesti móti“

Fréttir af eldislaxi þar sem hann er ekki velkominn hafa verið mikið í fréttum síðustu daga. Vágesturinn hefur gert vart við sig í húnvetnskum ám og víðar og brugðu landeigendur í Miðfirði á það ráð að gera grjótgarð yfir Miðfjarðará sem er jú ein mesta og besta laxveiðiá landsins. Þá hafa norskir kafarar verið fengnir til að svipast um eftir eldislaxi í ám hér norðanlands og hefur mátt sjá myndir af þeim marandi í hálfu kafi úti í miðjum ám.
Meira

Undir bláhimni

Sumarið 2025 heldur áfram að gefa. Í dag er stilltt og hlýtt á Norðurlandi vestra og þátttakendur í Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Króknum hafa vonandi slett á sig sólarvörn til að tryggja traust tan og minnka hættu á brunaskemmdum. Það er áfram spáð hlýju veðri en í nótt og á morgun fáum við nokkrar rigningarskúrir til að vökva gróðurinn og halda grasinu grænu.
Meira

Blikarnir einfaldlega besta lið landsins

Stólastúlkur fengu skell þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavoginn í gærkvöldi. Það mátti reyndar heyra á Donna þjálfara að væntingar voru ekki miklar fyrir leik, enda lið Tindastóls töluvert laskað og þunnskipað. Fimm mörk í andlitið á fyrsta hálftíma leiksins bar þess merki en fleiri urðu mörkin blessunarlega ekki frá Blikum og lokatölur 5-0.
Meira

Nautaþynnusalat Rósar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 17 er Sigurrós Ingimarsdóttir en hún er dóttir Ingimars og Ossýjar. Sigurrós er fædd og uppalin á Króknum, bjó á Sauðárkróki til 1991 en flutti þá til Kaupmannahafnar og bjó þar í fimm ár. Þaðan lá svo leiðin í borg óttans, Reykjavík. „Í góðærinu kviknaði sú hugmynd að byggja hús á Akranesi og þangað flutti ég ásamt fjölskyldunni árið 2008.“
Meira

Sögur af hestum og mönnum: Sæmundur og Heilalausi-Brúnn

Sæmundur á Syðstu-Grund hafði, fyrir utan að keyra vörubíl, mest gaman af því að þeysa um á sprækum hestum. Sæmi eins og hann var jafnan kallaður ræktaði hross í talsverðum mæli og voru þau mikið til komin út af merum sem hann kom með með sér frá Grófargili en þaðan var hann. Sæmi vildi hafa hrossin sín kraftmikil og lífleg. Sæmi sendi hross í tamningu til ýmsra tamningamanna í Skagafirði og þótti honum lítið til koma ef þeir gáfu þeim þá einkunn að þau væru þæg. Nei þau áttu að vera fangreist með örlítið tryllingsblik í auga.
Meira

Voru beðnar um að skila innkaupakerrunni sem fyrst í Skaffó

Nicola Hauk er einn af erlendu leikmönnum Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og stendur jafnan sína plikt í vörn Tindastóls með sóma en hún segir styrkleika sína felast í að spila boltanum, skalla og að verjast maður á mann. Nikola er 22 ára gömul, fædd í Heidelberg í Þýskaland en ólst upp í smábæ í 20 mínútna fjarlægð frá Heidelberg, reyndar smábæ á þýska vísu því íbúarnir eru hátt í 16 þúsund. Hún á einn bróðir, Bernhard, en foreldrar hennar eru Monika og Egino.
Meira

Laxveiði í Blöndu stefnir í sögulegt met í leiðindum

Huni.is segir frá: „Nú er farið að síga á seinni hlutann í laxveiðinni þetta sumarið. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum Húnahornsins hefur laxveiði í helstu laxveiðiám Húnavatnssýslna verið léleg eða um 60% minni en í fyrra
Meira